Chat with us, powered by LiveChat
Tryggvaskáli

Opna - Velja - Njóta

Brunch diskur Tryggvaskála fyrir tvo ásamt kaffi.

Óskaskrín

Tryggvaskáli


Tryggvaskáli er einstaklega fallegur „à la carte“ veitingastaður sem leggur áherslu á vandaða matreiðslu með áherslu á hráefni úr héraði. Með virðingu fyrir störfum bænda útbúa matreiðslumenn staðarins virkilega vandaðan mat þar sem íslenskar- og erlendar matreiðsluaðferðir blandast skemmtilega saman. Tryggvaskáli er elsta og sögufrægasta húsið á Selfossi, byggt árið 1890 og þar er saga Selfoss máð í hverja fjöl. Í þessu sögufrægasta húsi á Selfossi og vakti strax athygli fyrir fallegt umhverfi, frábæra matreiðslu og faglega þjónustu. Upplifðu góðan mat í einstöku húsi með fallegu útsýni yfir Ölfusá, vatnsmestu á landsins.


Áhugavert

Tryggvaskáli er elsta húsið á Selfossi (1890). Tryggvi Gunnarsson barðist fyrir fyrstu brú yfir Ölfusá og samhliða brúarbyggingu var Tryggvaskáli byggður til að hýsa verkamennina. Síðar var Tryggvaskála breytt í hótel og veitingastað.

Gott að vita

Brunch diskur Tryggvaskála inniheldur hrærð egg, bakaðar baunir, bacon, pönnukökur, pylsur, tómata og sveppi. Einnig fylgir kaffi með.

Hvar

Austurvegi 1, við Tryggvatorg, Selfossi.

Hvenær

Bröns er framreiddur alla laugardaga og sunnudaga frá kl 11:30 - 15:00.

Bókanir

Tryggvaskáli Sími: 482 1390 tryggvaskali@tryggvaskali.is tryggvaskali.is

Shopping Cart