
Opna - Velja - Njóta
Námskeið í ræktun berjarunna og sultugerð fyrir einn í staðnámi (3klst) eða tvo í fjarnámi (90mín)
Óskaskrín
Ræktun berjarunna og sultugerð
Námskeið fyrir þá sem vilja rækta berjarunna. Boðið er upp á smakk af berjasultum og marmelaði meðan farið er yfir helstu tegundir berjarunna sem gefa æt ber á Íslandi. Farið yfir ræktun, áburðarþörf, klippingu og skaðvalda. Sýndar verða nokkrar hugmyndir að vörnum gegn svöngum fuglum sem sækja í berin. Þátttakendur fá hugmyndir að ótal möguleikum á notkun berjanna til matar.
Námskeiðið er 3 klst í staðnámi eða 90 mín í fjarnámi. Boðið upp á léttar veitingar og vönduð námsgögn fylgja.
Gildir fyrir einn í staðnámi eða tvo í fjarnámi.