
Opna - Velja - Njóta
Ferðin gildir fyrir einn ásamt öllum búnaði.
Óskaskrín
Kafað að Strýtunni í Eyjafirði
Á 65 metra dýpi í miðjum Eyjafirði er að finna heita uppsprettu á hafsbotni þar sem út streymir hveravatn ríkt af steinefnum. Þegar þessi steinefni komast í snertingu við kaldan sjóinn sem umleikur hverinn verður hröð storknum sem í tímans rás (á 10 þúsund árum!) hefur myndað hátt í 40 metra háa kalksteinsstrýtu. Lengi hafði verið vitað um heita uppsprettu á þessum slóðum en það var um 1990 sem fyrst var farið að rannsaka og kortleggja undrin sem þeim fylgdu. Strýtan hefur nú verið friðlýst sem náttúruundur á heimsvísu.