
Opna - Velja - Njóta
Aðgangur fyrir tvo í Laugarvatn Fontana
Óskaskrín
Laugarvatn Fontana
Náttúruboðin bjóða fyrst og fremst upp á að upplifa hina einstöku gufu beint yfir gufuhvernum fræga sem heimamenn og gestir hafa nýtt til heilsubaða að minnsta kosti síðan 1929. Auk þess er unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug, dvelja í heitu sánubaði, ganga í volgum sandinum, dýfa sér í Laugarvatnið sjálft frá bryggju eða slaka á í fallegum garðinum. Jafnframt gefur dvöl í böðunum ávallt tækifæri til að skynja hina síbreytilegu íslensku veðráttu og njóta fjallasýnar.