
Opna - Velja - Njóta
Námskeið í sápugerð fyrir tvo
Óskaskrín
Sápugerð
Handgerðar sápur eru einfaldlega betri en aðrar sápur. Í handgerðar sápur eru eingöngu notaðar gæðaolíur úr jurtaríkinu eins og kókosolía, ólífuolía, sólblómaolía, hampfræjaolía svo eitthvað sé nefnt og til að gefa sápunni lit eru notaðar teblöndur, ilmkjarnaolíur, ávaxtasafar og fleiri náttúruleg efni. Handgerðar sápur eru byggðar á gömlum gildum en framleiddar á nútímalegan hátt af nákvæmni sem tryggir frábæra sápu með einstaka eiginleika.