Óskaskrín er frábær leið til að gleðja starfsfólkið þitt !
Við erum búin að útbúa sérstaka fyrirtækjapakka sem eru sérhannaðir fyrir fjölbreytta starfsmannahópa. Í fyrirtækjapökkunum okkar eru fleiri valmöguleikar en í hefðbundnum Óskaskrínum. Þar erum við með blöndu af fjölmörgum ólíkum valkostum- veitingastaði, snyrtistofur, hótel, upplifanir og allskyns afþreyingu svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
Við bjóðum upp á 3 ólíkar leiðir til að gefa starfsfólkinu þínu Óskaskrín.
Leið 1
- Hefðbundnu gjafaöskjurnar okkar eru alltaf á sínum stað en þær er hægt að sérmerkja með persónulegri kveðju ásamt litum og logo fyrirtækisins. Inni í öskjunni er gjafakort sem er bæði hægt að nota beint eða breyta í rafrænt gjafakort og geyma í rafrænu veski í farsímanum.
Leið 2
- Í ár kynnum við til leiks nýjung – sérhannað nett umslag sem opnast með 4 flipum og inni í því er spjald með QR kóða til að setja gjafakortið í rafrænt veski í farsímanum. Þessi umslög er bæði hægt að sérmerkja að utan og eins er hægt að setja lengri persónulega kveðju inn í umslagið ásamt litum og logo fyrirtækisins.
Leið 3
- Loks er hægt að gefa Óskaskrín eingöngu rafrænt. Þá fær hver starfsmaður SMS skilaboð með persónulegri kveðju frá fyrirtækinu. Í skilaboðunum er svo linkur sem hægt er að nota til að setja gjafakortið í rafrænt veski í símanum. Einnig er hægt að senda hverjum stafsmanni tölvupóst með pdf skjali. Þá er hægt að sérhanna skjalið að ykkar óskum og á skjalinu er gjafakortakóði sem hægt er að nota til að setja gjafabréfið í rafrænt veski í símanum. Hægt er að stýra því hvenær starfsmenn fá þetta gjafabréf sent til sín.
Hægt er að sjá alla valmöguleika í Óskaskríni á heimasíðunni okkar með því að slá inn gjafakortanúmerið. Úrvalið í fyrirtækjapökkunum okkar er stöðugt að aukast og breytast og allir nýir valkostir birtast á heimasíðunni okkar fyrir ykkar starfsfólk.
Fyrirtækjapakkarnir okkar eru í 6 verðflokkum.
- ASKJA, 5.900KR – yfir 25 valkostir
- BAULA, 9.900KR – yfir 40 valkostir
- ESJAN, 12.900KR – yfir 35 valkostir
- HEKLA, 16.900KR – yfir 80 valkostir
- DYNGJA, 24.900KR – yfir 20 valkostir
- KATLA, 39.900KR – yfir 40 valkostir
Við bjóðum fyrirtækjum líka upp á að vera með Óskaskrín á lager hjá sér fyrir hinar ýmsu gjafir, starfsafmæli, afmæli og aðrar tækifærisgjafir. Þá er Óskaskrínið virkjað þegar gjöfin er gefin og er þetta því mjög þægileg lausn fyrir hinar ýmsu gjafir sem gefnar eru reglulega hjá fyrirtækjum allt árið um kring.
Endilega hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman hina fullkomnu gjöf fyrir þitt starfsfólk. Hlökkum til að heyra frá þér.
info@shoppingmall.wooxperto.com
s: 577-5600